Morgunver­arfundur me­ Arne Hjeltnes 05.02

Morgunverðarfundur með hinum þekkta fjölmiðla- og kaupsýslumanni
Arne Hjeltnes. 
Á Grand Hotel þann 5. febrúar, 8:30-10:00

 

Arne Hjeltnes verður aðalræðumaður morgunverðarfundar Norsk-íslenska viðskiptaráðsins  og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þann 5. febrúar.
Hann er fjölhæfur og þekktur athafna-, kaupsýslu- og fjölmiðlamaður. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum, hefur unnið við markaðssetningu norskra sjávarafurða og m.a. kennt Japönum að nota norskan lax í Sushi en hefur einnig reynslu af markaðssetningu Noregs í Bandaríkjunum.

Hann hefur skrifað fjölda bóka, m.a. matreiðslubækur, auk þess að stýra Creuna sem er 340 manna fyrirtæki á sviði stafrænnar markaðssetningar frá árinu 2008 og sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Þekktastur er hann þó sennilega fyrir að stýra sjónvarpsþættinum Gutta på tur (Félagar á ferðalagi) ásamt Bjørn Dæhlie, einum sigursælasta íþróttamanni sögunnar, Vegard Ulvang, heims- og ólympíumeistara í skíðagöngu og Arne Brimi sem er einn þekktasti matreiðslumaður Norðmanna á síðari árum. Arne Hjeltnes hefur einnig látið til sín taka í stjórnmálum og var nefndur sem ráðherraefni Hægriflokksins árið 2013.

Arne er eftirsóttur fyrirlesari og hann mun á fundi NÍV fjalla um hvernig Norðmönnum hefur tekist að byggja upp sterkt alþjóðlegt vörumerki á sviði fiskeldis og ferðaþjónstu auk þess að ræða sérstaklega ímynd bæði Íslendinga og Norðmanna á alþjóðlegum mörkuðum.

Auk Arne munu munu tala og taka þá í umræðum:
Kristján Davíðsson , í stjórn Landsbankans og OlivitaAS í Tromsø
Aðalheiður Pálmadóttir  Controlant- hefur byggt upp fyrirtæki  í Noregi sem sérhæfir sig  þráðlausum netlausnum
Steinunn K Þórðardóttir, Akton AS, sem fer hræringar á norskum mörkuðum síðastliðna mánuði
Auk þeirra mun fulltrúi úr sjávarútveginum tala um markaðssetningu íslensku fyrirtækjanna erlendis

Fundarstjórn : Ólafur W. Hand, Eimskip

Skráning hér

 

Staður: Grand Hótel Reykjavik
Stund: K.l 8.30-10.00 Morgunverður hefst 8.15
Verð: 3000 kr

Fundarmál: enska

Reikningar verða sendir út eftir fundinn